27 júl. 2017U18 ára lið drengja hélt utan í gærdag og eru búnir að koma sér fyrir í Tallinn á Eistlandi, þar sem Evrópukeppnin fer fram.

Ein breyting var gerð á leikmannahóp liðsins síðan á NM í Finnlandi en þar meiddist Hákon Örn Hjálmarsson frá ÍR því miður þannig að hann er óleikfær og í hans stað kom inn í liðið Andrés Ísak Hlynsson frá KR.

Fyrsti leikur þeirra í riðlinum, B-riðli, verður gegn Georgíu á morgun föstudaginn 28. júlí og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni á YouTube-rás FIBA og í lifandi tölfræði einnig.

Allt nánar um mótið má sjá á heimasíðu mótsins: www.fiba.com/europe/u18b/2017

Áfram Ísland!

#korfubolti