24 júl. 2017U20 ára landslið karla endaði í 8. sæti á EM eftir tapleik gegn Þýskalandi í gær í lokaleiknum, 73:79.

Liðið komst í 16-liða úrslitin og eftir sigurleik gegn Svíþjóð var ljóst að liðið væri búið að halda sér uppi í A-deild að ári og gæti ekki endað neðar en 8. sæti. Ísrael sló okkar stráka út úr 8-liða úrslitunum en þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn gegn heimamönnum Grikkjum þar sem Grikkir urðu Evrópumeistarar.

Tap gegn Serbíu þýddi svo að við myndum leika um 7. sætið gegn Þýskalandi og þar höfðu þeir þýsku betur í þetta sinnn.

Tryggvi Snær Hlinason valinn í úrvalsliðið EM U20 karla en Tryggvi er fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í úrvalslið á lokamóti EM.

Tryggvi var með 16.1 stig, 11.6 fráköst og 3.1 varið skot í leik og endaði einnig með hæðsta framlagið á mótinu, 25.6 að meðaltali í leik.

Með honum í liðinu voru Grikkirnir Vasileios Charalampopoulos (MVP einnig), Antonios Koniaris og Tamir Blatt frá Ísrael og Amine Noua frá Frakklandi.

#korfubolti