20 júl. 2017

Íslensku strákarnir okkar mættu Ísrael áðan í 8-liða úrslitum U20 karla á EM og reyndust þeir sterkari í dag og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 54:74.

Það þýðir að við spilum um sæti 5.-8. og byrjum á leik gegn annaðhvort Frökkum eða Serbíu. Þau mætast í kvöld og við leikum gegn tapliði þeirrar viðureignar!

Skotin voru ekki að detta hjá okkar strákum í dag og vörnin gekk ekki eins vel og því fór sem fór. Mótið er alls ekki búið og tveir leikir eftir. 

Frábær árangur að vera í topp 8 á EM U20 og spennandi að sjá næsta leik hjá okkar drengjum sem verður sýndur beint á Youtube FIBA líkt og allir hinir leikir mótsins.

Áfram ÍSLAND!