20 júl. 2017
Í dag kl. 11:30 að íslenskum tíma mætir Ísland liði Ísraels á Evrópumóti U20 ára landsliða í 8-liða úrslitum mótsins.
Lið Ísraela unnu góðan sigur í gær á Ítalíu á meðan okkar strákar unnu Svía. Skemmtileg tilviljun en bæði Ísrael og Svíþjóð léku á æfingamóti hér á landi í júní og því þekkjast liðin vel þegar þau mætast í dag. Þá hafði Ísrael betur í jöfnum leik þar sem úrslitin réðust á síðustu mínútum leiksins en það var eini sigur þeirra þá og eini tapleikur okkar stráka á því móti.
Þar er góður möguleiki með góðum leik á sigri í dag með góðum leik okkar stráka og þar með sæti í undanúrslitunum sem yrði sannarlega saga til næsta bæjar en íslenska liðið hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og árangur nú þegar á mótinu.
Leikurinn byrjar kl. 11:30 í dag fimmtudag og verður í beinni á Youtube-rás FIBA.
ÁFRAM ÍSLAND!
#korfubolti