20 júl. 2017
Í dag, fimmtudaginn 20. júlí, hefst formlegur undirbúningur landsliðs karla fyrir EuroBasket 2017, lokamót EM í körfuknattleik með upphafi æfinga.
24 leikmenn voru upprunalega boðaðir til leiks og verður fyrsta æfing í dag í Ásgarði í Garðabæ.
Tryggvi, Kári og Kristinn á EM á Krít með U20 ásamt Finni Frey Stefánsyni þjálfara og mæta til leiks í næstu viku. Þá hefur Jón Axel Guðmundsson dregið sig úr æfingahópnum vegna meiðsla sem hann er að jafna sig á og því eru 23 leikmenn sem teljast í æfingahóp sumarsins.
Hópurinn verður svo minnkaður niður um næstu helgi í lokaæfingahóp sumarsins.
Æfingahópurinn · 23 manna
Axel Kárason · Tindastóll
Brynjar Þór Björnsson · KR
Dagur Kár Jónsson · Grindavík
Elvar Már Friðriksson · Barry University, USA
Gunnar Ólafsson · St. Francis University, USA
Haukur Helgi Pálsson · Cholet Basket , Frakklandi
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kári Jónsson · Drexel University, USA
Kristinn Pálsson · Marist University, USA
Kristófer Acox · KR
Logi Gunnarsson · Njarðvík
Martin Hermannsson · Châlon-Reims, Frakklandi
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pavel Ermolinskij · KR
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Arcos Albacete, Spáni
Sigtryggur Arnar Björnsson · Skallagrímur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · AE Larissa, Grikklandi
Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri
Ægir Þór Steinarsson · San Pablo Inmobiliaria Burgos, Spáni
*Jón Axel Guðmundsson · Davidson University, USA - meiddur og mun hvíla í sumar.
ÍSLAND-BELGÍA · Tveir leikir
Framundan eru tveir æfingaleikir gegn Belgíu hér heima, fyrst 27. júlí í Smáranum kl. 19:15 og svo laugardaginn 29. júlí á Akranesi kl 17:00.
Leikirnir verða báðir sýndir beint á SportTV.is.
#korfubolti