30 jún. 2017
Þá er Norðurlandamótinu í Kisikallio í Finnlandi lokið og að vanda stóðu okkar krakkar sig ótrúlega vel innan sem utan vallar. Strákarnir í U16 tóku silfrið á meðan stelpurnar í U16 fengu bronsið og Ásta Júlía Grímsdóttir leikmaður U16 var valin í úrvalslið mótsins. Þjálfarar liðanna velja lið mótsins.
Myndir og umfjallanir sem og viðtöl eftir hvern leik er hægt að nálgast á Facebook síðu Karfan.is sem og á heimasíðu þeirra www.karfan.is – þökkum við þeim fyrir frábæran fréttaflutning.
Þátttökuþjóðirnir á mótinu eru Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.
U18 stúlkur:
Stelpurnar léku aðeins fjóra leiki þar sem Danir ákváðu að draga lið sitt úr
keppni með skömmum fyrirvara. Stelpurnar enduðu mótið í fjórða sæti og þær unnu
einn leik og töpuðu þremur en Finnland vann mótið.
Lokastaðan:
Finnland 4/0
Svíþjóð 3/1
Eistland 1/3
Ísland 1/3
Noregur 1/3
Tölfræði íslenska liðsins má finna á basket.fi
U18 strákar:
Strákarnir léku alls fimm leiki og unnu tvo og töpuðu þremur. Enduðu þeir í
fimmta sæti. Eistar unnu mótið en Ísland vann þá m.a.
Lokastaðan:
Eistland 4/1
Finnland 4/1
Noregur 3/2
Svíþjóð 2/3
Ísland 2/3
Danmörk 0/5
Tölfræði íslenska liðsins má finna á basket.fi
U16 stelpur:
Stelpurnar léku fimm leiki á mótinu og unnu þrjá þeirra og töpuðu tveimur.
Enduðu þær í bronssætinu. Ásta Júlía Grímsdóttir var valin í leikslok í
úrvalslið mótsins. Finnland vann mótið.
Lokastaðan:
Finnland 5/0
Danmörk 4/1
Ísland 3/2
Svíþjóð 2/3
Noregur 1/ 4
Eistland 0/5
Tölfræði íslenska liðsins má finna á basket.fi
U16 strákar:
Strákarnir léku fimm leiki á mótinu og unnu fjóra þeirra og töpuðu einum.
Enduðu strákarnir í öðru sæti á eftir Finnlandi.
Lokastaðan:
Finnland 5/0
Ísland 4/1
Eistland 3/2
Svíþjóð 2/3
Danmörk 1/4
Noregur 0/5
Tölfræði íslenska liðsins má finna á basket.fi