26 jún. 2017Í gærkvöldi lauk EuroBasket kvenna með úrslitaleik Spánar og Frakklands en mótið var haldið í Prag í Tékklandi. Lokatölur urðu 71:55.
Frakkar urðu þar með að sætta sig við þriðja tapið í röð í úrslitaleiknum á EM á meðan Spánverjar fögnuðu sínum fyrsta sigri á síðustu þrem lokamótum, eða síðan á EuroBasket 2013.
Belgía kom skemmtilega á óvart í ár og voru spútnik lið mótsins. Þær unnu til bronsverðlauna með öruggum sigri á Grikklandi, 78:45, en hvorugt liðið hafði áður keppt um verðlaun á Evrópumóti.
Alba Torrens frá Spáni var valin MVP-mótsins en auk hennar voru í úrvalsliðinu Endene Miyem frá Frakklandi, Emma Meesseman frá Belgíu, Cecilia Zandalasini frá Ítalíu og Evanthia Maltsi frá Grikklandi.
Allt um mótið má sjá á heimasíðu keppninnar: fiba.com/eurobasketwomen/2017
#korfubolti