26 jún. 2017
Á
Norðurlandamótinu í ár verður nýr landsliðsbúningur tekinn í notkun en
búningurinn var sérhannaður af Errea og KKÍ. Búningurinn er hinn glæsilegasti
og skartar hann m.a. íslenskri fánarönd og hann verður merktur að framan ÍSLAND
en ekki ICELAND eins og áður og fáni Íslands er kominn á brjóst fyrir neðan
hálsmálið. Allar merkingar á búningnum að númerum undanskyldum eru prentaðar í búninginn
og er mikil ánægja meðal Errea og KKÍ með útkomuna.
Búningurinn verður notaður næstu árin fyrir öll landslið KKÍ.
Tvær tegundir af sniði verða af búningnum, karla- og kvennasnið, en í fyrsta sinn er verið að panta kvennasnið fyrir öll kvennaliðin. Því miður kom það upp í aðdraganda mótsins að kvennasniðið náði ekki til landsins úr framleiðslu áður en farið var til Finnlands á NM og því leika U16 og U18 kvenna í gamla búningnum og verða svo í þeim nýja á EM í sumar og í framhaldinu.
Nánari upplýsingar um hvenær búningurinn fer í sölu hjá Errea birtast á næstunni.