26 jún. 2017
🇮🇸Ísland - 🇫🇮Finnland · 26. júní
Í gær ferðuðust liðin okkar á leikstað og komu sér fyrir. Í dag er komið að fyrsta leikdegi og eru það heimamenn sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í ár. Öll okkar lið leika hvern dag gegn sömu þjóð.
Þátttökuþjóðir á NM yngri liða eru Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.
Öll liðin senda lið í U16 og U18 drengja og stúlkna, að einni undantekningu í ár, en því miður þurfti U18 ára lið stúlkna frá Danmörku að hætta við þátttöku fyrir skemmstu og leika því öll liðin þar fjóra leiki í stað fimm í ár.
Leikir dagsins: (ísl. tími):
⏰10:30 U16 drengja
⏰10:30 U16 stúlkna
⏰10:45 U18 stúlkna
⏰12:45 U18 drengja
Lifandi tölfræði:
Allir leikir mótsins verða í lifandi tölfræði á www.basket.fi.
Beinar netútsendingar:
Finnska sambandið sendir beint út frá öllum völlunum á YouTube-rás sinni: basketfinland.
https://www.youtube.com/user/basketfinland