23 jún. 2017
Búið er að draga í töfluröð fyrir næsta vetur í tveimur efstu deildum karla og kvenna og eru drög næsta keppnistímabils aðgengileg á mótavef KKÍ.
Úrslitarimma Domino´s deildar kvenna frá því í vor verður endurtekin strax í fyrstu umferðinni þegar Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur heimsækja Snæfellinga heim. Nýliðar Breiðabliks fara í heimsókn á Hlíðarenda.
Í Domino´s deild karla hefja Íslandsmeistararnir úr KR leik gegn Njarðvík og nýliðarnir í Hetti fá Stjörnuna heim til sín og Valsmenn hitt nýja lið deildarinnar heimsækja Keflavík.
Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og er met skráning meistaraflokka næsta vetur í tveimur efstu deildum en 17 meistaraflokkar eru skráðir til leiks. Fimm ný lið koma inn í deildina en Ármann, Hamar og ÍR senda aftur lið til leiks og KR og Haukar tefla fram U liðum í deildinni en það er nýtt fyrirkomulag. Þar sem að níu lið eru skráð til leiks verður úrslitakeppnin skipuð fjórum liðum sem keppa um eitt laust sæti í Domino´s deildinni að ári. Leikin verður þreföld umferð í deildinni sem gerir 24 leiki á lið.
Fyrsta deild karla er skipuð 10 liðum og er leikin þrjár umferðir í deildinni sem gerir 27 leiki á lið. Nýliðarnir í Gnúpverjum og Hrunamönnum/Laugdælum hefja bæði leik á útivelli en Gnúpverjar heimsækja Breiðablik og Hrunamenn/Laugdælir fara til granna sinna í Hveragerði.
Á mótavef KKÍ má sjá leikjadrögin eins og þau eru núna en einhverjar breytingar eiga eftir að verða á deildinni vegna óska félaganna sem og m.a. vegna beinna útsendinga í sjónvarpi.