15 jún. 2017Í morgun héldu U15 ára lið Íslands í körfuknattleik út til Kaupmannahafnar með Icelandair þar sem þau munu etja kappi á hinu árlega Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku.
Ein breyting var gerð á lokasprettinum í liði stúlkna en Anna Margrét Lucic Jónsdóttir úr Grindavík varð fyrir því óhappi að puttabrotna og í staðin fyrir hana kom inn Erna Dís Friðriksdóttir úr Keflavík. Anna Margrét er á tvær þríburasystur í stúlknaliðinu og fer á mótið ásamt foreldrum til að styðja og hvetja stelpurnar áfram.
Liðin munu öll hefja leik á morgun og leika tvo leiki. Leikjaplanið kemur inn á morgun í frétt í fyrramálið og upplýsingar um livestatt frá mótinu.
Heimasíða mótsins er að finna hér: www.cph-invitational.dk
Liðin eru þannig skipuð:
U15 stúlkur
Aníta Sif Kristjánsdóttir · Grindavík
Erna Dís Friðriksdóttir · Keflavík
Bríet Ófeigsdóttir · Breiðablik
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Gígja Marín Þorsteinsdóttir · Hamar
Helga Sóley Heiðarsdóttir · Hamar
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Jenný Elísabet Ingvarsdóttir · Keflavík
Jenný Geirdal Kjartansdóttir · Grindavík
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Perla María Karlsdóttir · Hrunamenn
Sara Lind Kristjánsdóttir · Keflavík
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Telma Rún Ingvadóttir · Keflavík
Þórdís Rún Hjörleifsdóttir · Breiðablik
Þórunn Friðriksdóttir · Njarðvík
Una Rós Unnarsdóttir · Grindavík
Þjálfari er Árni Þór Hilmarsson og Heiðrún Kristmundsdóttir er aðstoðarþjálfari.
U15 drengir
Arnar Hauksson · Breiðablik
Ástþór Atli Svalason · Valur
Benóný Svanur Sigurðsson · ÍR
Bjarki Freyr Einarsson · Keflavík
Fannar Elí Hafþórsson · Fjölnir
Friðrik Anton Jónsson · Breiðablik
Gabriel Douane Boama · Valur
Gauti Björn Jónsson · Fjölnir
Hafliði Jökull Jóhannesson · ÍR
Hilmir Hallgrímsson · Vestri
Hugi Hallgrímsson · Vestri
Magnús Helgi Lúðvíksson · Stjarnan
Magnús Pétursson · Keflavík
Marinó Þór Pálmason · Skallagrímur
Ólafur Björn Gunnlaugsson · Valur
Sveinn Búi Birgisson · KR
Viktor Máni Steffensen · Fjölnir
Þorvaldur Orri Árnason · KR
Þjálfari er Ágúst S. Björgvinsson og Snorri Örn Arnaldsson er aðstoðarþjálfari.
Auk þessara eru sjúkraþjálfararnir Tómas Gunnar Tómasson, Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfarar, Birna Lárusdóttir er fararstjóri og dómarar frá Íslandi eru þeir Aron Rúnarsson og Friðrik Árnason.