14 jún. 2017
Körfuboltasumarið er hafið á nýju líkt og byrjað var á í fyrra en markmið þess er að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund).
Meðal verkefna þeirra er að heimsækja félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið. Verða landsliðsmennirnir til taks fyrir þau félög sem óska eftir því og geta félög haft samband við skrifstofu KKÍ fyrir nánari upplýsingar.
Þau munu einnig vera með fleiri verkefni í sumar sem kynnt verða jafnóðum.
Umsjónarmenn verkefnisins eru landsliðsleikmennirnir Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson. Veita þeir allar nánari upplýsingar í gegnum netfangið kki@kki.is.
Hægt er að fylgjast með þeim á Snapchat undir KORFUBOLTASUMAR og á Instagram KKÍ, instagram.com/kkikarfa sem og facebook-síðu KKÍ.
#korfubolti