13 jún. 2017
Alþjóða Ólympíunefndin nýverið að 3X3 körfubolti verður Ólympíugrein á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Þá verða átta karlalið í keppninni og átta kvennalið. Keppt var í fyrsta sinn alþjóðlega í 3X3 körfubolta á Ólympíuhátíð æskunnar árið 2010 í Singapúr.
3X3 körfubolti er það sem þekkist á Íslandi sem götubolti en frá árinu 2010 hefur FIBA staðið fyrir alþjóðlegum mótum í 3X3 fyrirkomulaginu. FIBA kynnti 3X3 körfubolta árið 2007 og voru þá settar inn sérstakar reglur og t.a.m. er 12 sekúndna skotklukka. Leikið er á eina körfu og er þetta mjög hraður leikur. FIBA hefur lagt mikla áherslu á uppgang 3X3 og nýtur greinin mikilla vinsælda víða um heim og er öflugt tæki til að efla körfubolta á þeim svæðum þar sem mannvirki og aðbúnaður er af skornum skammti. Einnig hafa fámennari lönd nýtt sér þessa útgáfu af körfubolta til að efla íþróttina og má þess geta að Andorra hefur nýtt sér 3X3 og er Andorra með öflug lið á alþjóðavísu í 3X3.
Fréttatilkynningu FIBA um þetta er hægt að lesa hér.
#korfubolti