2 jún. 2017

Í dag léku bæði liðin okkar gegn Lúxemborg í lokaleik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marino. Virkilega flottur sigur hjá okkar stelpum en þær hafa tapað fyrir Lúxemborg á síðustu þrem Smáþjóðaleikum. Þetta eru fimmtu silfurverðlaun Íslands í röð og spurning hvort að við náum gulli í Svartfjallalandi 2019 en þar verða næstu leikar haldnir. Lokatölur 44:59.

Stigahæst í dag var Helena Sverrisdóttir með 21 stig og 7 fráköst og Emelía Ósk Gunnarsdóttir var með 10 stig. Virkilega flottur liðssigur í dag þar sem vörnin var frábær og skóp sigurinn auk þess sem margir leikmenn voru að leggja sitt að mörkum í sókninni.

Strákarnir okkar tóku svo við tvem tímum seinna og sýndu frábæran karakter í sveiflukennudum leik geng Lúxemborg þar sem þeir tóku þrjú stór áhlaup og unnu sigur að lokum gegn sterkasta liði Lúxemborg. Lokatölur urðu 73:86.

Stigahæstir í dag voru þeir Kári Jónsson með 18 stig og 6 fráköst og Kristinn Pálsson með 13 stig. Jón Axel Guðmundsson var hvíldur í dag en allir aðrir leikmennirnir 10 skoruðu. Gunnar Ólafsson er meiddur en hann snéri sig illa í fyrradag gegn San Marino og lék ekki.

Á morgun:
Landslið karla mætir einnig Svartfjallalandi kl. 13:00 að íslenskum tíma. 

Lifandi tölfræði og útsendingar: 
Dagskrá og úrslit og liðsskipan liða karla og kvenna er að finna á slóðinni www.sanmarino2017.sm/en/live-score/

Lifandi tölfræði frá öllum leikjum er að finna á www.statbasket.it

Ljósmyndir frá leikjunum koma inn í kvöld á facebook-síðu KKÍ en þar eru nú þegar myndir frá öllum hinum leikjum mótsins sem búnir eru.

#korfubolti