31 maí 2017
Keppni í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum bauð upp á tvo leiki í dag, einn hjá stelpunum og einn hjá strákunum.

Stelpurnar okkar léku sinn fyrsta leik á mótinu og mættu Möltu í dag. Í fyrsta leikhluta náði Malta forskoti sem þær létu ekki af hendi og unnu öruggan sigur liðinu okkar, lokatölur 49:68. Stelpurnar okkar eru staðráðnar að sína sitt rétta andlit á morgun. 

Stigahæst í dag var Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig og 11 fráköst og þær Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir voru með 7 stig hvor.

Strákarnir mættu heimamönnum í San Marínó í lokaleik dagsins og var fullt hús áhorfenda. Okkar drengir byrjuðu af krafti og skildu heimamenn eftir í fyrsta leikhluta. Þeir bættu í forskot sitt og unnu öruggan sigur, 95:53.

Allir leikmenn Íslands skoruðu í leiknum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur með 15 stig og 10 fráköst. Krisófer Acox var með 13 stig og 5 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var með 11 og Kári Jónsson 10.

Úrslit dagsins í keppni í körfuknattleik:

Kýpur 47:59 Lúxemborg · Kvenna
Kýpur 74:70 Lúxemborg · Karlar
Malta 68:49 Ísland · Kvenna
Andorra 49:90 Svartfjallaland · Karlar
San Marínó 53:95 Ísland · Karlar

Á morgun:
Landslið karla mætir Andorra kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Landslið kvenna mætir Kýpur kl. 15:30 að íslenskum tíma.

Lifandi tölfræði og útsendingar: 
Dagskrá og úrslit og liðsskipan liða karla og kvenna er að finna á slóðinni www.sanmarino2017.sm/en/live-score/

Lifandi tölfræði frá öllum leikjum er að finna á www.statbasket.it
#korfubolti