30 maí 2017Eftir viðburðaríka tvo daga kom íslenska liðið á áfanga stað upp úr 01:20 að íslenskum tíma í nótt en lagt var af stað kl. 04:00 á sunnudagsmorguninn frá Laugardalnum. Eftir að flug var fellt niður lengdist ferðalag til muna sem lauk í nótt.
Framundan í dag: Landslið karla hefur leik kl. 13:00 (15:00 að staðartíma í SM) gegn Kýpverjum.
Þar sem mót kvennakeppninnar var styttra á leikunum náðist að færa leikinn í dag gegn Lúxemborg fram á föstudag sem var frídagur, en það var ósk Íslands og Lúxemborgar, og búið er að breyta því. Þær æfa því í dag og hafa meiri tíma í aðlögun.
Strákarnir leika fimm leiki næstu daga í röð og því var ekki hægt að breyta dagskránni hjá þeim. Framundan er leikur gegn kunnulegum andstæðingum, landsliði Kýpur, en þeir eru með nánast sama lið og í undankeppninni sl. haust þar sem leikið var í undankeppni EuroBasket 2017. Kýpverjar hafa bætt við einum sterkum leikmanni og því ljóst að strákarnir okkar fá verðugan andstæðing í dag.
Lifandi tölfræði og útsendingar:
LIVEstatt verður frá öllum leikjum karla og kvenna á slóðinni www.sanmarino2017.sm/en/live-score/
Þar er einnig hægt að skoða liðskipan allra liðanna í keppni í körfubolta karla og kvenna.
(hægt er að velja ATHLETES og sía út land og kyn leikmanna)
Sjónvarpið í San Marínó mun sýna frá völdum viðburðum og verður tilkynnt síðar ef leikir Íslands verða sýndir beint. Ekki verður netútsending í boði frá leikunum.
#korfubolti