30 maí 2017Í dag fór fram einn leikur í keppni landsliðanna okkar á Smáþjóðaleikunum en þá lék karlaliðið okkar við Kýpur. Lokatölur í dag urðu 57:71 fyrir Kýpur eftir leik þar sem Kýpur var með 13 stigaforskot í hálfleik sem strákarnir okkar minnkuðu minnst í 4 stig í fjórða leikhluta. Kýpur hafði betur að lokum, en liðið er skipað sömu leikmönnum og Ísland lék við sl. sumar í undankeppni EuroBasket.

Flottur leikur hjá okkar strákum sem börðust vel gegn sterku liði Kýpverja og eiga nóg inni fyrir næstu leiki. Alls voru níu leikmenn af tólf sem voru að leika sínu fyrstu landsleiki í dag fyrir A-landslið Íslands. 

Það voru þeir Kristinn Pálsson, Kári Jónsson, Emil Karel Einarsson, Maciek Baginski, Matthías Orri Sigurðarson, Jón Axel Guðmundsson, Pétur Rúnar Birgisson, Gunnar Ólafsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson.

Úrslit dagsins í keppni í körfuknattleik:

Svartfjalland 79:57 Lúxemborg · Karlar
Ísland 57:71 Kýpur · Karlar
Malta 72:41 Kýpur · Kvenna
Andorra 84:69 San Marínó

SM2017 á morgun:
Landslið kvenna mætir Möltu kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Landslið karla mætir heimamönnum San Marínó kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lifandi tölfræði frá öllum leikjum er að finna á www.statbasket.it

#korfubolti