29 maí 2017
Íslensku landsliðin lögðu af stað til San Marínó í gær og áttu að koma seinni partinn á leiðarenda. Millilent var í London en þegar þangað var komið kom í ljós að flugi áfram yrði frestað. Þurfti þá að endurhugsa allt skipulagið. Íslensku liðin ásamt sundlandsliðinu eru núna á leið til Brussels með rútu og eru að fara ná flugi þaðan til Flórens eða Bologna og það verður farið til San Marínó.
Hefur þetta reynt töluvert á íslensku keppendurna sem eiga að hefja leik á morgun en með bjartsýni og jákvæðni er verið að leysa þetta.
Viljum við þakka þeim fjölmörgu aðilum sem hafa aðstoðað við að reyna leysa þetta verkefni en um 50 manna hópur er að ferðast saman og því allt annað en auðvelt að hótel, flug og rútur fyrir stóran hóp með engum fyrirvara.