28 maí 2017Nú rétt í þessu eru allir keppendur, þjálfarar, dómarar og fylgdarlið landsliða karla og kvenna að leggja í hann til San Marínó úr Leifstöð. Alls eru um 183 að fara á leikana á vegum ÍSÍ að keppa í hinum ýsmu greinum en frá KKÍ eru 35 manns sem fara.

Keppendur í körfubolta og sundi fljúga í gegnum London og svo til Bologna og verður hópurinn kominn um 16:00 að íslenskum tíma til San Marínó.

Keppni hefst hjá bæði konum og körlum á þriðjudaginn 30. maí.

Þátttökuþjóðir karla:
Andorra, Ísland, Kýpur, Lúxemborg, San Marínó og Svartfjalland.

Dagskrá:
30. maí · 15:00 (13:00 heima) Ísland-Kýpur
31. maí · 20:00 (18:00 heima) San Marínó-Ísland
1. júní · 15:00 (13:00 heima) Andorra-Ísland
2. júní · 17:30 (15:30 heima) Lúxemborg-Ísland
3. júní · 15:00 (13:00 heima) Ísland-Svartfjallaland


Þátttökuþjóðir kvenna:
Ísland, Kýpur, Malta, Lúxemborg.

Dagskráin:
30. maí · 17:30 (15:30 heima) Ísland-Lúxemborg
31. maí · 15:00 (13:00 heima) Malta-Ísland
1. júní · 17:30 (15:30 heima) Kýpur-Ísland
 
#korfubolti