27 maí 2017Íslenska karlaliðið er skipað að þessu sinni ungum og efnilegum leikmönnum en hluti þeirra er svo að fara taka þátt í lokamóti EM hjá U20 liðunum í sumar. Það verður í fyrsta sinn í sögu Íslands sem við eigum lið á þeim vettvangi og ákváðu þjálfarar A-liðsins og U20 liðsins að nýta leikana í undirbúning og til að skoða fleiri leikmenn.
Aðeinns einn leikmaður í hópnum hefur áður farið á Smáþjóðaleika en það er Kristófer Acox.
Hann lék á leikunum sem haldnir voru á Íslandi fyrir tveimur árum árið 2015 en það voru einnig hans fyrstu A-landsliðsleikir fyrir Ísland sem hann lék á þeim leikum. Auk hans hafa þeir Ólafur Ólafsson og Tryggvi Snær Hlinason einir leikið A-landsleiki yfir höfuð fyrir komandi leika í San Marínó.
Hinir níu leikmenn liðsins fá því sinn fyrsta lansleik í opnunarleik liðsins á þriðjudaginn kemur, 30. maí, gegn xxxxx.