10 maí 2017
Framundan um helgina er seinni helgi úrslita yngri flokka 2017 en þá verður leikið til úrslita í 10. flokki drengja, 10. flokki stúlkna og Unglingaflokki karla.
Dagskrá helgarinnar er hér að neðan en leikið verður á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Undanúrslit fara fram á föstudegi og laugardegi og á sunnudegi er síðan komið að úrslitaleikjunum.
Allir leikir helgarinnar verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.
Allir leikir helgarinnar verða í beinni útsendingu á YouTube-síðu KKÍ.
Hér er Leikskrá helgarinnar með upplýsingum um liðin, þjálfara og dómara.
Dagskrá seinni úrslitahelgar yngri flokka á Flúðum:
Föstudagur 12. maí | |
Kl. 18:00 · Unglingaflokkur karla · Undanúrslit | Haukar-Breiðablik |
Kl. 20:00 · Unglingaflokkur karla · Undanúrslit | KR-Grindavík |
Laugardagur 13. maí | |
Kl. 11:00 · 10. flokkur stúlkna · Undanúrslit | Grindavík-Haukar |
Kl. 12:45 · 10. flokkur stúlkna · Undanúrslit | Keflavík-Njarðvík |
Kl. 14:30 · 10. flokkur drengja · Undanúrslit | Stjarnan-Njarðvík |
Kl. 16:15 · 10. flokkur drengja · Undanúrslit | Þór Akureyri-KR |
Sunnudagur 14. maí | |
Kl. 12:00 · 10. flokkur stúlkna | Úrslitaleikur |
Kl. 14:00 · 10. flokkur drengja | Úrslitaleikur |
Kl. 16:00 · Unglingaflokkur karla | Úrslitaleikur |
#korfubolti