4 maí 2017
Þessa dagana verður haldið FIBA þing og í nótt var þingið sett formlega. Þingið er haldið Hong Kong í Kína og mun standa yfir í tvo daga, 4. og 5. maí.
Fulltrúar 188 þjóða eru mættir til Hong Kong til að ræða málefni körfuboltans í heiminum.
Fulltrúar KKÍ eru Hannes S. Jónsson, formaður, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdótttir, varaformaður.
 
Fyrir utan venjuleg þingstörf verða vinnuhópar að störfum um: 
a) Nýtt keppnisdagatal landsliða
b) Allar þjóðir geta náð árangri í 3×3 
c) Stuðningur FIBA við aðildarlönd sín til framtíðar.
d) örfubolti og fjölmiðla/samfélagsmiðlar á tækniöld „digital age“

Í lok þingsins verður dregið í riðla fyrir HM karla sem fram fer í Kína árið 2019, en undankeppnin hefst í nóvember. Ísland verður í pottinum og verður dregið í beinni útsendingu á facebook-síðu KKÍ kl. 12:00 á sunnudaginn.