4 maí 2017Á sunnudagin kemur er komið að stórri stund í íslenzkum körfuknattleik þegar karlalandslið Íslands verður í fyrsta sinn í pottinum þegar dregið verður í undankeppni HM 2019 sem haldið verður í Kína. 

Þetta er í fyrsta sinn sem undankeppni er haldin og í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA.

Ísland verður í riðli með þremur öðrum evrópuþjóðum. Takist Íslandi að verða meðal þriggja efstu að loknum sex leikjum (leikið er heima og að heiman) fer liðið í aðra umferð undankeppninnar.

Drátturinn fer fram í Guangzhou og byrjar kl. 12:00 á hádegi að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á facebook-síðu KKÍ sem og á facebook, twitter og YouTube-síðum FIBA.

#FIBAWC

Leikið verður í gluggum næstu tvö árin, líkt og kvennaliðið gerði í undankeppni EM núna síðast og verða leikgluggar í nóvember og febrúar þeir fyrstu í röðinni. Kvennaliðið leikur í undankeppni EM næsta vetur fyrir 2019 en verið er að endurskipuleggja HM kvenna með sama sniði og karlarnir eru að hefja keppni í núna.


#FIBAWC