27 apr. 2017
Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram 22. apríl síðastliðin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var það vel sótt af félögunum og var góð þátttaka í þingsstörfum af hálfu þingfulltrúa þeirra.
Þingforsetar þingsins voru þeir Pétur Hrafn Sigurðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KKÍ um árabil, og Hörður Oddríðarson, formaður Sundsambands Íslands.
Var mál manna að þeir hafi stýrt umræðu og störfum þingsins af mikilli fagmennsku og virt þingsköp. Þá þakkaði KKÍ þeim fyrir sín störf að loknu þingi með blómvöndum.
Næsta þing fer fram að vori árið 2019, en Körfuknattleiksþing eru haldin með tveggja ára millibili skv. lögum KKÍ.