26 apr. 2017Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari 2017 í Domino's deild kvenna eftir 70:50 sigur á Snæfell í lokaúrslitaleik fjögur. Keflavík vann því einvígið 3-1 og fengu titilinn afhendann í leikslok. 

Hannes S. Jónsson afhendi fyrirliðum Keflavíkur, þeim Ernu og Irenu, nýja Íslandsmeistarabikarinn í fyrsta sinn en þetta er 16. íslandsmeistaratitill kvennaliðs Keflavíkur frá upphafi en þær eru sigursælasta kvennalið sögunnar. 

Ariana Moorer var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar, en hún lék frábærlega í góðu liði Keflavíkurstúlkna.

Birgir Örn Birgis, forstjóri Domino's afhenti Ingva Hákonarsyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 1.000.000 kr. í verðlaunafé í leikslok.

Keflavík varð einnig bikarmeistari í febrúar og unnu því tvöfalt í ár, sannarlega glæsilegur árangur!

Á Instagram-síðu KKÍ má sjá nokkrar myndir og myndbönd frá leiknum í kvöld.

KKÍ óskar Keflavík til hamingju með titilinn!

#korfubolti