25 apr. 2017Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.
Úrvalsbúðirnar í ár eru fyrir ungmenni fædd 2004, 2005 og 2006 og búið er að boða um 690 leikmenn í þessum árgöngum drengja og stúlkna. Það eru þjálfarar liðanna í þessum árgöngum hjá hverju félagi fyrir sig sem tilnefna sína leikmenn.
Æfingabúðirnar verða haldnar tvisvar í sumar og er dagskráin sú sama báðar helgarnar. Allir hópar æfa einu sinni hvorn dag en að auki fær elsti árgangurinn fræðslu á laugardeginum í formi fyrirlestrar á hvorri helginni sem fjallar um meðal annars sálfræði, aukaæfingar og markmið og næringarfræði svo eitthvað sé nefnt.
Fyrri helgin verður 20.-21. maí í DB Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir drengi og í Smáranum í Kópavogi fyrir stúlkur. Síðari helgin verður 26.-27. ágúst og skýrist síðar hvar hún verður en hún mun fara fram á stór höfuðborgarsvæðinu.
Dagskráin er eftirfarandi fyrir æfingahelgarnar í sumar:
Drengir æfa á fyrir helginni í DB Schenkerhöllinni, Hafnarfirði
Drengir f. 2006 kl. 09.00 – 11.00 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2005 kl. 11.30 – 13.30 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2004 kl. 13.30 - 14.30 Fyrirlestur á laugardeginum báðar helgar.
+
Drengir f. 2004 kl. 14.30 – 16.30 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Stúlkur æfa á fyrri helginni í Smáranum, Kópavogi
Stúlkur f. 2006 kl. 09.00 – 11.00 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Stúlkur f. 2005 kl. 11.30 – 13.30 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Stúlkur f. 2004 kl. 13.30 - 14.30 Fyrirlestur á laugardeginum báðar helgar.
+
Stúlkur f. 2004 kl. 14.30 – 16.30 Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Yfirþjálfarar Úrvalsbúðana eru þau Ingi Þór Steinþórsson hjá drengjum og Margrét Sturlaugsdóttir hjá stúlkum.
SKRÁNING: fer fram hérna