14 mar. 2017

Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst í kvöld með tveim leikjum. Það eru Fjölnir og Hamar sem mætast í annari viðureigninni og Valur og Breiðablik í hinni undanúrslita rimmunni, en liðin lentu í 2.-5. sæti í deildinni í vetur á eftir Hetti sem fór beint upp. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í viðureignum liðanna fara í lokaúrslitin í 1. deildinni þar sem það lið sem vinnur þrjá leiki á ný fer upp um deild og leikur í Domino's deild karla að ári!

Leikir 1:

🏀 Fjölnir-Hamar · kl. 19:15 í Dalhúsum
🏀 Valur-Breiðablik · kl. 19:30 í Valshöllinni

Lifandi tölfræði frá báðum leikjunum. Sjáumst á vellinum!


#korfubolti