9 mar. 2017Í kvöld er komið að 22. umferðinni í Domino's deild karla og þar með lokaumferðinni á tímabilinu 2016-2017. Stöð 2 Sport sýnir frá tveim leikjum. Leikur Þór Þ. og Njarðvíkur verður aðalleikur kvöldsins á Sport 2 HD og einnig verður sýnt frá ÍR - Keflavík á Sport 4 HD.
KR er fyrir leikinn orðið deildarmeistari 2016-2017, og er þetta í fjórða árið í röð sem KR verður deildarmeistari, og jafnframt í 8. skipti síðan 8-liða úrslitakeppnin var tekin upp árið 1995.
Í kvöld ræðst endanlega hvaða lið fara í úrslitakeppnina og þá niðurröðun liða inn í hana í sætum 2.-8.
Fimm lið geta endað jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins en fjögur þeirra mætast einmitt innbyrðis í kvöld. Einnig eru lið að berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni í ár og því má búast við mikilli spennu í kvöld.
Það kom í hlut Skallagríms og Snæfells að falla niður í 1. deild í ár en bæði lið eru fallin fyrir leiki kvöldsins. Einnig er ljóst að Haukar enda í 10. sæti deildarinnar.
Domino's deild karla · Leikir kvöldsins:
🏀 Þór Þ.-Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2
🏀 ÍR-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 4
🏀 Þór Ak.-Snæfell · Sýndur á netinu á thorsport.is/tv
🏀 KR-Stjarnan · Sýndur á netinu á KRTV.is
🏀 Haukar-Tindastóll · Sýndur á netinu á tv.haukar.is
🏀 Grindavík-Skallagrímur
Lifandi tölfræði verður á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins að venju.
Fylgist með umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365. KKÍ á twitter finnur þú undir @kkikarfa