10 feb. 2017Nú er orðið ljóst hvaða lið munu leika til úrslita í Maltbikarnum, bikarkeppni KKÍ, árið 2017 en undanúrslitunum lauk í gær.
Hjá konunum verða það Keflavík og Skallagrímur sem munu leika til úrslita í Laugardalshöllinni kl. 13:30 og hjá körlum verða það KR og Þór Þ. sem munu mætast kl. 16:30.
Bikarsagan:
Keflavík hefur 21 sinni farið í bikarúrslitaleikinn hjá konunum og hefur 13 sinnum orðið bikarmeistari. Skallagrímur er að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögu félagsins.
KR hefur 19 sinnum farið í bikarúrslitaleikinn en 11 sinnum hefur KR orðið Bikarmeistari. Þór Þ. hefur einu sinni farið í úrslitaleikinn áður, en það var einmitt í fyrra gegn KR, og því mætast liðin að nýju í úrslitaleiknum í ár.
Beinar útsendingar
RÚV sýnir beint frá leikjunum í sjónvarpinu á RÚV og RÚV HD.
Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum á kki.is
Miðasala:
Selt er inn á hvorn leik fyrir sig og fer miðasala fram hjá félögunum og hún er einnig í gangi á tix.is á netinu. Miðasala verður svo á leikstað í anddyri Hallarinnar að auki. KKÍ hvetur aðdáendur og stuðningsmenn til að verða sér út um miða tímanlega en í fyrra var uppselt á leikdegi og þurfti að vísa fólki frá.
Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16-6 ára börn.
#maltbikarinn