26 jan. 2017
Í dag var loksins dregið í riðla hjá U18 körlum en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen í Þýskalandi. Ástæðan fyrir því að ekki var dregið í desember líkt og hjá öllum hinum yngri liðunum var sú að sökum ástandsins sem kom upp sl. sumar í Tyrklandi, þar sem A-deildin átti að fara fram í fyrra, að mótinu var frestað.
Mótið var leikið núna rétt fyrir jól og því hægt að draga í dag í riðla fyrir komandi ár.
Riðlarnir eru: (með þjóðum í réttri styrkleikaröð):
A-riðill: Bretland, Svíþjóð, Holland, Tékkland, Lúxemborg, Albanía.
B-riðill: Króatía, Georgía, Búlgaría, Ungverjaland, Ísland, Hvíta-Rússland.
C-riðill: Ísrael, Póland, Portúgal, Austurríki, Rúmenía, Aserbadjan.
D-riðill: Eistland, Belgía, Danmörk, Sviss, Írland, Makedónía.
Leikið verður í Tallin í Eislandi dagana 28. júlí - 6. ágúst.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli leika um sæti 1.-8. og hin um sæti 9.-24.
Sjá nánar á vef FIBA hérna.