20 jan. 2017Þriðjudaginn 24. janúar verður körfuknattleiksþjálfarinn Pálmar Ragnarsson með erindi um minniboltaþjálfun í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal á 3. hæð.
Fyrirlesturinn hefst kl. 19:00 og stendur yfir til um 20:15.
Pálmar er margreyndur körfuboltaþjálfari og hefur unnið með yngstu iðkendunum með góðum árangri til margra ára. Í erindi sínu fer Pálmar yfir þær aðferðir og tækni sem hann beitir við þjálfun yngstu iðkendanna.
Allir sem koma nálægt barnastarfi í körfubolta geta nýtt sér hugmyndir og aðferðafræði Pálmars.
Aðgangur öllum opinn án gjalds og er skráning á skráningarsíðu á kki.is hérna.
Hægt er að skoða viðburðinn einnig á facebook-síðu viðburðarins.