3 jan. 2017Félagaskiptaglugginn
Félagskiptaglugginn er nú opinn frá 1. janúar til og með til miðnættis þriðjudagsins 31. janúar í öllum flokkum. Eftir 31. janúar eru félagskipti allra leikmanna (yngri sem erlendra) ekki heimil út tímabilið.
Nýjar verklagsreglur UTL vegna erlendra leikmanna
KKÍ og UTL hafa á undanförnum árum unnið í sameiningu að bættum verklagsreglum innan hreyfingarinnar og afgreiðslu umsókna vegna erlendra leikmanna og hefur KKÍ verið í fararbroddi sérsambanda hvað það varðar.
Síðasta vetur vann Alþingi að breytingum á lögum um útlendinga. KKÍ sendi inn breytingartillögu við lögin sem voru samþykkt, en breytingarnar fela í sér, að auðveldara er fyrir íþróttahreyfinguna að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi en áður var.
Nýju reglunar taka gildi 1. janúar 2017 og ljóst er að þær munu einfalda umsóknarferli félaganna þar sem leikmenn geta fyllt út pappíra hér á landi ef þess þarf eða verið hér á landi á meðan umsókn er unnin og kláruð af UTL. Þá munu leikmenn ekki þurfa að fara af landi brott þegar umsóknin er samþykkt.
Félög þurfa eftir sem áður að skila inn umsóknum rétt út fylltum með öllum fylgigögnum og vottorðum í frumriti til að tryggja fljótlega afgreiðslu umsókna.