28 des. 2016
24 meðlimir samtakanna greiddu atkvæði í kjörinu. Kjörinu verður lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland í Hörpu sem fram fer á morgun, fimmtudagskvöldið 29. desember, í beinni útsendingu á RÚV.
Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 61. sinn en þjálfari og lið ársins í fimmta sinn. Samtökin fögnuðu 60 ára afmæli á árinu og hafa kosið íþróttamann ársins frá árinu 1956.
Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Aron Pálmarsson, handbolti
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar
Martin Hermannsson, körfubolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Lið ársins
A-landslið karla í knattspyrnu
A-landslið karla í körfubolta
A-landslið kvenna í knattspyrnu
Þjálfari ársins
Dagur Sigurðsson
Guðmundur Guðmundsson
Heimir Hallgrímsson
Fulltrúar KKÍ á hófinu verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Logi Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem einnig er körfuknattleikskona ársins ásamt Martini Hermannsyni hjá körlunum.
Besti árangur körfuboltamanna í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2016:
1. sæti Íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson 2014
1. sæti Íþróttamaður ársins Kolbeinn Pálsson 1966
2. sæti Þorsteinn Hallgrímsson 1964
2. sæti Pétur Guðmundsson 1981
3. sæti Jakob Örn Sigurðarson 2011
4. sæti Jón Arnór Stefánsson 2005
4. sæti Jón Arnór Stefánsson 2007
4. sæti Helena Sverrisdóttir 2009
4. sæti Jón Arnór Stefánsson 2013
5. sæti Þorsteinn Hallgrímsson 1965
5. sæti Pétur Guðmundsson 1986
5. sæti Jón Arnór Stefánsson 2003