7 des. 2016
Stjórn KKÍ ákvað í haust og tilkynnti á formannafundi í bryjun október að ráðin yrði starfsmaður á skrifstofu KKÍ í vetur. Umfang og verkefni skrifstofu sambandins hefur aukist til muna á undanförnum árum meðal annars vegna aukins afreksstarfs, fræðslu- og útbreiðlsumála. Ráðning nýs starfsmanns er tímabundin eða út september 2017 og verður tekin ákvörðun næsta vor um framhaldið.
Sigríður Inga Viggósdóttir hóf störf í gær. Sigríður ólst uppá Sauðárkróki og þekkir vel til körfuknattleikshreyfingarinnar en hún spilaði með Tindastóli og þjálfaði þar yngri flokka auk þess sem hún lék með Val eftir að hafa flust til höfuðborgarinnar. Sigríður Inga spilaði einnig með yngri landsliðum KKÍ.
Sigríður er með BSc í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað hjá ÍSÍ síðan 2012 og síðustu þrjú árin sem sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Þá situr Sigríður Inga einnig í Aga- og úrskurðanefnd KKÍ.
KKÍ býður Sigríði Ingu velkomna til starfa.