5 des. 2016
Í tilefni af 100 ára afmælis Skallagríms ákvað stjórn KKÍ að heiðra þrjá einstaklinga sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir körfuknattleik innan félagsins. Margir einstaklingar hafa lagt hönd á plóg og unnið frábært starf fyrir körfuboltann í Skallagrími í gegnum árin og því ekki auðvelt að velja nokkra einstaklinga út úr þessum hópi.
Stjórn KKÍ ákvað að Bjarki Þorsteinsson yrði sæmdur silfurmerki KKÍ og þeir Indriði Jósafatsson og Bjarni Steinarsson yrðu sæmdir gullmerki KKÍ fyrir þeirra öfluga og mikla starfi fyrir körfuboltann í gegnum árin.
Afhending fór fram á afmælishátið Skallagríms laugardaginn 3. desember sl. og var það Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem afhenti merkin.
Lista yfir gull- og silfurmerkishafa KKÍ má sjá hérna
Mynd: Bjarki Þorsteinsson, Bjarni Steinarsson, Indriði Jósafatsson og Hannes. S. Jónsson.