30 nóv. 2016

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.

Mál nr. 13/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sveinn H. Gunnarsson, leikmaður FSU, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik FSU og Hattar í 1. deild Mfl. karla, sem leikinn var 26. nóvember 2016.
 
 
Mál nr. 14/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ingvi Þór Guðmundsson, leikmaður UMFG, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og UMFG á Íslandsmóti unglingaflokki karla, sem leikinn var 27. nóvember 2016.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun.

Önnur mál sem liggja hjá nefndinni verða afgreidd á næsta fundi hennar í næstu viku.