29 nóv. 2016
FIBA er búið er að ákveða hvar keppt verður í Evrópukeppnum yngri liða á komandi sumri 2017. Stjórn FIBA fór yfir umsóknir mótshaldara 21. nóvember á fundi sínum og hér fyrir neðan má sjá hvar íslensku liðin okkar, landslið Íslands í körfuknattleik, munu keppa.
Dagsetningarnar hér sýna keppnisdaga/mótsdaga og innihalda ekki ferðadaga liða sem eru allt að 2 dögum á undan upphafi hvers móts. Ferðast er síðan heim að jafnaði daginn eftir síðasta mótsdag.
U16, U18 og U20 ára lið stúlkna og drengja fara í Evrópukeppni næsta sumar og að auki fara U15 ára liðin á hið árlega Kaupmannahafnarmót í júní. Sumarið framundan verður stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ en að auki verða landsliðs karla og kvenna í verkefnum í undirbúningi sínum fyrir haustið auk Smáþjóðaleika í San Marínó í lok maí.
Landsliðsverkefni yngri liða KKÍ sumarið 2017:
U15 stúlkna
Copenhagen-Invitational, Danmörku · 16.-18. júní
U15 drengja
Copenhagen-Invitational, Danmörku · 16.-18. júní
U16 stúlkna
NM í Kisakallio, Finnlandi · 26.-30. júní
EM B-deild í Skopje, Makedóníu · 17.-26. ágúst
U16 drengja
NM í Kisakallio, Finnlandi · 26.-30. júní
EM B-deild í Sofia, Búlgaríu · 10.-19. ágúst
U18 stúlkna
NM í Kisakallio, Finnlandi · 26.-30. júní
EM B-deild í Dublin, Írlandi · 4.-13. ágúst
U18 drengja
NM í Kisakallio, Finnlandi · 26.-30. júní
EM B-deild í Tallinn, Eistlandi · 28. júlí - 6. ágúst
U20 kvenna
EM B-deild í Eilat, Ísrael · 8.-16. júlí
U20 karla
EM A-deild í Heraklion/Krít, Grikklandi · 15.-23. júlí