24 nóv. 2016KKÍ heldur tölfræðinámskeið á laugardaginn kemur 26. nóvember og fer það fram í Laugardalnum í íþróttamiðstöðinni í D-sal á 3. hæð. Námskeið hefst kl. 10:00 og stendur yfir til að verða 16:00. Stefan Schultz, kennari frá FIBA kemur til landsins og mun stýra kennslunni.
Allir tölfræði skrásetjarar liða eru velkomnir. Best er að skrá sig formlega með nafni, síma og netfangi, fyrir þá sem ekki hafa gert það nú þegar.
Þeir sem skráðu sig í upphafi þegar námskeiðið var boðað fengu kennsluefni sent á netinu sem endaði með stuttu prófi þar sem þeir sem náðu því eiga kost á að fá vottunina FIBA Certified Statistician að námskeiðinu loknu.
Dagskrá námskeiðsins:
kl. 10:00-11:00 - 60 mín. – Introduction, motivation, goals
kl. 11:00-11.05 - 5 mín. - Hlé
kl. 11:05-12:30 - 90 mín. – FIBA Stats Manual Part 1
kl. 12:30-13:00 - 30 mín. - Hlé - Matur í boði Domino's og KKÍ
kl. 13:00-14:30 - 90 mín. – FIBA Stats Manual Part 2
kl. 14:30-14:45 - 15 mín. - Hlé
kl. 15:00-15:45 - 45 mín. – License test (fyrir þá sem náðu eLearning kennsluhlutanum fyrir námskeið á netinu).
Best er að hafa meðferðis fartölvu og nýjustu útgáfuna af FIBA Live Stats forritinu (sjá hérna til að hala niður).