22 nóv. 2016

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir lokamót EM karla í körfuknattleik eða EuroBasket2017. Drátturinn fór fram í Istanbúl í Tyrklandi þar sem úrslitin fara fram í keppninni.

Ísland var fyrir dráttinn í riðli með Finnlandi en nú er ljóst að hin liðin fjögur sem leika í A-riðli eru Frakkland, Grikkland, Slóvenía og Pólland.

Liðin voru dregin í töfluröð og hér fyrir neðan er leikjaplanið og töfluröð liðanna:

A1 - Pólland

A2 - Grikkland

A3 - Frakkaland

A4 - Finnland

A5 - Ísland

A6 - Slóvenía

Það er því ljóst að leikjaplan Íslands er þannig að við mætum Grikkjum í fyrsta leik þann 31. júlí. Öll liðin hvíla svo 1. september og Ísland leikur síðan anna leik sinn á mótinu í fyrsta leik dagsins laugardaginn 2. september gegn Póllandi. Það gefur íslenskum áhorfendum tækifæri á að taka lest á leik Finnlands og Íslands í undankeppninni í fótbolta um kvöldið.

Sunnudaginn 3. september er leikið gegn Frakklandi. Þá er hvílt aftur daginn eftir 4. september og svo þann 5. september leikur liðið gegn Slóveníu og loks gegn heimamönnum Finnum þann 6. september um kvöldið.

Það er ljóst að mótherjarnir eru mjög verðugir andstæðingar og eiga íslenskir áhorfendur mikla körfuboltaveislu fyrir höndum.

 


Riðlarnir á EuroBasket 2017:
A-riðill í Frakklandi: Frakkland, Grikkland, Finnland, Slóvenía, Pólland og Ísland
B-riðill í Ísrael: Litháen, Ítalía, Georgía, Þýskaland og Úkraína
C-riðill í Rúmeníu: Spánn, Tékkland, Króatía, Ungverjaland, Svartfjallaland og Rúmenía

D-riðill í Tyrklandi: Serbía, Lettland, Tyrkland, Rússland, Belgía og Bretland

Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli til Tyrklands.

FIBA kynnti til leiks nýja keppnisbolta, nýtt lukkudýr mótsins sem og nýja hönnun á bikarnum fræga sem Evrópumeistararnir munu fá til varðveislu en hann mun koma til landsins aftur í kynnisferð líkt og gert var fyrir mótið 2015.