21 nóv. 2016
Á morgun þriðjudaginn 22. nóvember er komið að stóru stundinni þegar dregið verður í riðla fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017, hjá landsliði karla, en dregið verður kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Ísland leikur eins og alþjóð veit í annað skipti í sögu KKÍ á lokamóti Evrópumótsins og mun leika í Finnlandi í byrjun september á næsta ári. Miðasala á leiki Íslands fer fram á www.tix.is.
Drátturinn fer fram í Istanbul í Tyrklandi og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir ásamt fulltrúum allra landanna 24 sem taka þátt á EM. Hefð er fyrir því að það land sem mun hýsa úrslitakeppnina sjái um dráttinn en slíkt var gert í Frakklandi fyrir árið 2015.
Fyrirfram er vitað að eftirtaldar þjóðir hafa náð samkomulagi og leika saman (gestgjafar og meðgestgjafar) og getur Ísland því ekki leikið gegn öðrum þessara þjóða en Finnum.
Finnland og Ísland
Ísrael og Litháen
Rúmenía og Ungverjaland
Tyrkland og Rússland
Löndin sem Ísland getur dregist í riðil með í Finnlandi eru því eftirfarandi:
1. stykleikaflokkur: Spánn, Frakkland eða Serbía
2. stykleikaflokkur: Grikkland, Ítalía, Tékkland eða Lettland
3. stykleikaflokkur: (Finnland nú þegar ákveðið)
4. stykleikaflokkur: Slóvenía eða Georgía
5. stykleikaflokkur: Þýskaland, Belgía, Pólland eða Svartfjallaland
6.. stykleikaflokkur: (Ísland)
Bein útsending verður frá drættinum í Istanbul á youtube síðu FIBA og á ruv.is kl. 14:00: