16 nóv. 2016Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið 12 manna landslið kvenna fyrir útileikinn gegn Slóvakíu sem fram fer á laugardaginn kemur 19. nóvember. Liðið æfir tvisvar í dag og heldur að utan í fyrramálið.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Landslið Íslands gegn Slóvakíu:
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir
Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir
Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir
Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur
Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · Nýliði
Aðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn í seinni leiknum hér heima eru:
Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir
Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði
Seinni leikurinn er heimaleikur gegn Portúgal og fer fram miðvikudaginn 23. nóv. í Laugardalshöllinni og hefst hann kl. 19:30. Leikurinn verður einnig sýndur í beinni á RÚV en miðasala er hafin á tix.is.