
2 nóv. 2016
Leifur S. Garðarsson dæmir í dag og á morgun leiki í EuroCup kvenna í Svíþjóð og eru báðir leikirnir í H riðli keppninnar.
Í kvöld dæmir hann leik Umea Udominate við TSV 1880 frá Þýskalandi en leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma.
Á morgun færir Leifur sig svo norðar í Svíþjóð og dæmir leik Lulea BBK og Carolo Basket frá Frakklandi.
Meðdómarar Leifs í báðum leikjunum eru þau Rune Larsen frá Danmörku og Viola Györgyi frá Noregi. Eftirlitsmaður er Timo Niemi frá Finnlandi