12 okt. 2016

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni.

"Mál nr. 1/2016-2017:

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jón Þór Þórðarson, þjálfari ÍA, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍA og Hamars í 1. deild Mfl.flokki karla, sem leikinn var 9. október 2016".

 

"Mál nr. 2/2016-2017:

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Steingrímsson, þjálfari Fjölnis, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna og Fjölnis í 8. flokki drengja, sem leikinn var 8. október 2016".

 

"Mál nr. 3/2016-2017:

 Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Brynjar Þór Guðnason, leikmaður Reynis Sandgerði, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Reynis Sandgerði og Leiknis Reykjavík í  leiks 2.deild mfl.flokki karla, sem leikinn var 7. október 2016".

 

Allir úrskurðurnir taka gildi á hádegi fimmtudaginn 13. október 2016.