7 okt. 2016

KKÍ, finnska körfuknattleikssambandið og FIBA geta nú staðfest að Ísland mun leika í Finnlandi í Helsinki á lokamóti EM, EuroBasket 2017.

Finnland gat sem gestgjafi eins riðilsins af fjórum, valið sér meðskipuleggjendur, að sínum riðli í Finnlandi og er nú staðfest að samningar hafa náðst milli Finnlands og Íslands. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir íslenska aðdáendur sem geta nú farið að skipuleggja ferðir á mótið næsta haust.

Miðasalan mun hefjast á tix.is á þriðjudaginn 11. október kl. 10:00.

Hér er sameiginleg fréttatilkynning frá KKÍ, finnska sambandinu og FIBA varðandi samningin.

Finnland eru fyrstu gestgjafar FIBA EuroBasket 2017 til að tilkynna meðskipuleggjendur sína en þeir hafa valið Ísland með sér í lið.


í fyrsta skipti var sá háttur hafður á EuroBasket 2015, að hver gestgjafi í löndunum fjórum, fékk að velja sér annað land til að vera meðskipuleggjendur og aðstoðar gestgjafar. Þetta tryggir að viðkomandi land er í sama riðli og gestgjafarnir þegar dregið verður í riðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að tryggja miðasölu og styrkja samvinnu sambandanna tveggja.


Finnland hefur valið Ísland til að vera þeirra meðskipuleggjendur, ekki síst eftir frábæra frammistöðu íslensku aðdáendanna sem ferðuðust til Berlínar 2015 þar sem Ísland lék í fyrsta sinn á lokamóti EM, EuroBasket, fyrir framan 1100 íslenska stuðningsmenn, og aftur síðastliðið sumar þar sem 30.000 manns fylgdu fótboltaliðinu á EM í fótbolta.


Finnar hafa sjálfir skapað sér nafn fyrir frábæran stuðnins frá sínum stuðningsmönnum á undanförnum árum, sem sást vel á HM í Bilbao, þar sem hátt í 10.000 „Susijengi-úlfar” ferðuðust til Spánar og studdu sitt lið. Það leiddi einmitt til þess að Frakkar völdu Finna sem sína meðskipuleggjendur fyrir EuroBasket í Frakkalandi 2015.


„Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfi okkar við Ísland. Við munum bjóða íslensku stuðningsmennina velkomna og taka á móti þeim með opnum örmum til Helsinki. Bæði finnsku og íslensku aðdáendurnir eru þekktir fyrir óbilandi stuðning við landsliðin sín og fyrir jákvæðan stuðning og gleði. Það er auðvelt að sjá fyrir sér skemmtilega tíma í Helsinki á meðan EuroBasket 2017 stendur yfir.“ sagði Ari Tammivaara, framkvæmdastjóri EuroBasket 2107 í Finnlandi.


„Við hjá KKÍ erum einstaklega glöð með að geta tilkynnt okkar stuðningsfólki og íslenskum aðdáendum að við munum fara til vina okkar í Finnlandi og leika á lokamóti EM, EuroBasket 2017, í Helsinki. Finnar völdu okkur sem meðskipuleggjendur sína að mótinu og við höfum náð samkomulagi þar um sem við erum mjög stolt af.


VIð finnum fyrir miklum áhuga íslendinga fyrir landsliðinu og mótinu og hvað íslendingar eru spenntir að fylgjast með næsta ævintýri strákanna okkar næsta haust.


Við vonumst til að öll norðurlöndin munu sameinast í körfuboltaveislu í Helsinki og upplifa jákvæða og skemmtilega stemningu á meðan mótinu stendur. Körfubolti hefur stækkað mikið í Finnlandi og Íslandi, og hinum norðurlöndunum á síðustu árum, og því er þetta frábær viðurkenning fyrir starfið og árangur landanna en að auki er þetta sögulegt fyrir íslenskan körfubolta og íslenskar íþróttir almennt.“ sagði Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe.


Framkvæmdastjóri FIBA Europe, Kamil Novak er spenntur fyrir samstarfinu. „Báðar þjóðir hafa sýnt undanfarið að þau eiga eina bestu stuðningsmenn Evrópu. Andrúmsloftið sem þeir munu skapa í Helsinki mun einmitt sýna hvað EuroBasket snýst um, keppni sem dregur fram og sameinar bestu lið Evrópu, sem og stuðningsmenn liðanna.


Hinir þrír gestgjafarnir á EuroBasket 2017 munu á næstu vikum tilkynna sína meðskipuleggjendur, fyrir dráttinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi 22. nóvember. 


EuroBasket 2017 fer fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári og verður haldið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi.



In English:

HELSINKI (FIBA EuroBasket 2017)

Finland are the first FIBA EuroBasket 2017 host to announce their partner Federation, selecting Iceland.

 
First implemented with great success at FIBA EuroBasket 2015, each of the tournament hosts is allowed to select a partner federation. This guarantees the partner federation will be drawn into the same Group as the respective host at the EuroBasket Draw. The key benefits behind the partnership are to assist in ticket sales and forge a stronger relationship between the two countries.
 
Finland chose Iceland as their partner, encouraged by the enthusiasm that Icelandic fans show in traveling to support their team. This was first evidenced in Berlin in 2015 when Iceland made their EuroBasket debut in front of a large hoard of travelling fans, and again in the summer of 2016 when an estimated 30,000 Icelandic people travelled to France to support their national football team at UEFA Euro 2016, making famous the distinctive chant which will no doubt ring out in Helsinki.
 
Finland themselves have made a name for themselves with their travelling fans, the Susijengi (wolf pack), in recent years, highlighted by the close to 10,000 supporters who were in Bilbao, Spain in 2014 for the FIBA Basketball World Cup. This encouraged France to invite Finland to be their partner federation for FIBA EuroBasket 2015.
 
“We are extremely excited about our partnership with Iceland. We are welcoming the Icelandic fans with open arms in Helsinki,” claimed Ari Tammivaara, Director of the FIBA EuroBasket 2017 Finland LOC.
He continued: “Both Finnish and Icelandic fans are known for their unconditional support of their national teams, for their positive energy and joyfulness. It’s easy to picture Helsinki being a feel-good place to be during FIBA EuroBasket 2017.”
 
The President of the Icelandic Federation and FIBA Board Member Hannes Jonsson echoed the words of Tammivaara: “We are extremely happy to announce that we have come to an agreement with our friends in Finland and they have selected us as their partner federation for FIBA EuroBasket 2017 in Helsinki.
 
“Our fans are excited to experience EuroBasket once again and were right away hopeful to go to our Nordic friends in Helsinki when we qualified. Now that dream is confirmed and we have felt a great interest for the upcoming adventure next fall.
 
“It’s our hope that now the whole Nordic family and basketball fans will gather in Finland and enjoy the positive and family friendly atmosphere that the Finnish and Icelandic fans have created in recent years and create a real basketball festival during EuroBasket in Helsinki.”
 
“Basketball has been growing in the Nordic countries in the past years and now the next big step has been taken with Finland hosting EuroBasket and Iceland joining them, which is historical for Icelandic basketball and sport in general in Iceland.”
 
FIBA Executive Director Europe Kamil Novak was equally as excited about the agreement. “Both of these nations have shown in recent years to have some of the most enthusiastic fans in Europe. The atmosphere they will create in Helsinki will epitomise everything that EuroBasket stands for, as a tournament to not only bring together the best teams in Europe, but also the best supporters.”
 
The remaining three host federations are expected to announce their partners in the coming weeks, prior to the Draw, which will take place in Istanbul on 22 November.
 
FIBA EuroBasket 2017 runs from 31 August to 17 September next year, and will be co-hosted by Finland, Israel, Romania and Turkey.