
17 sep. 2016Í dag er komið að síðasta leikdegi í undankeppni EuroBasket 2017, lokakeppni EM.
Íslenska liðið tekur á móti liði Belga og hefst leikurinn kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Ísland þarf að sækja sigur til að reyna að tryggja sæti sitt á lokamótinu á næsta ári og þess sem úrslit úr öðrum leikjum og riðlum þurfa að vera Íslandi í hag.
Ísland teflir fram óbreyttu liði frá því í síðasta heimaleik gegn Kýpur.
KKÍ hvetur körfuboltaaðdáendur Íslands til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til sigurs.
Miðasala verður á tix.is og á leikstað á meðan miðar endast, og hvetjum við alla til að mæta tímanlega og tryggja sér miða í tíma.
Leikurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu á RÚV.
Áfram Ísland! #korfubolti