
14 sep. 2016
Ísland vann í kvöld sannfærandi sigur á Kýpur í seinni leik liðanna sem nú fór fram á heimavelli Íslands. Lokatölur 84:62 fyrir Íslandi í bráðskemmtilegum leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Ísland leiddi með 6 stigum keyrðu strákarnir allt á fullt í þeim seinni og léku frábæra vörn og sókn sem skilaði öruggum sigri.
Atkvæðamestir í liði Íslands voru Hlynur Bæringsson með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson var með 12 stig og 6 fráköst, Logi Gunnarsson með 12 stig og Kristófer Acox með 10 stig og 7 fráköst.
Framundan er nú úrslitaleikur fyrir Ísland til að komast áfram á EuroBasket 2017, lokamót EM næsta haust, en sigur gegn Belgíu á laugardaginn kemur 17. september mun tryggja sæti okkar meðal þeirra bestu á ný.
KKÍ hvetur því körfuboltaaðdáendur að fjölmenna í Höllina og styðja strákana til sigurs. Miðasala er á tix.is og svo á leikstað á meðan miðaframboð leyfir. KKÍ hvetur jafnframt sem flesta til að tryggja sér miða í tíma og til að komast hjá biðröðum á leikdegi.
Tilþrif Kristófers Acox:
Kristófer gerði sér lítið fyrir og tróð viðstöðulaust eftir sóknarfrákas. Leikbrot var á staðnum og tók tilþrifin upp
<iframe width="550" height="309" src="https://www.youtube.com/embed/Gpi6o0QiD38" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>