
10 sep. 2016
Ísland mætir Sviss í A riðli undankeppni EuroBasket 2017 kl 15:30 í dag að íslenskum tíma. Leikurinn er síðasti útlileikur íslenska liðsins sem á enn góða möguleika á að komast á lokamótið. Leikurinn í dag er því mikilvægur á þeirri leið.
Leikið er í Fribourg í Sviss og verður leikurinn sýndur á ruv.is þar sem Svisslendingarnir framleiða leikinn ekki fyrir sjónvarp.
Tvær breytingar eru á íslenska hópnum frá síðasta leik, Jón Arnór Stefánssn og Axel Kárason koma inn fyrir þá Ólaf Ólafsso og Ægi Má Steinarsson sem liggur veikur.
Hópurinn er því skipaður eftirfarandi leikmönnum í kvöld:
# Nafn Staða F. ár Hæð Félagslið (land) · Landsleikir
4 Axel Kárason F 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 54
6 Kristófer Acox F 13.10.1993 196 cm Furman University (USA) · 9
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson M 08.07.1988 204 cm Larrissa (GRE) · 50
8 Hlynur Bæringsson M 06.07.1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 100
9 Jón Arnór Stefánsson B 1982 196 cm Valencia (ESP) · 85
12 Elvar Már Friðriksson B 11.11.1994 182 cm Barry University (USA) · 16
13 Hörður Axel Vilhjálmsson B 18.12.1988 194 cm Án félags · 54
14 Logi Gunnarsson B 05.09.1981 192 cm Njarðvik (ISL) · 127
15 Martin Hermannsson B 16.09.1994 194 cm Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 41
24 Haukur Helgi Pálsson F 18.05.1992 198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 46
34 Tryggvi Snær Hlinason M 28.10.1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 5
88 Brynjar Þór Björnsson B 11.07.1988 192 cm KR (ISL) · 52