7 sep. 2016

Belgía og Ísland áttust við í þriðja leik liðanna í undankeppninni fyrir EuroBsket 2017, lokamóti EM, í Lotto höllinni í Antwerpen. Lokatölur 80:65 fyrir Belgíu.

Eftir jafnan fyrri hálfleik leiddu heimamenn með einu stigi. Í seinni hálfleik voru Belgar betri og hittu vel á meðan okkar strákum gekk illa í sókninni og lentu undir. Niðurstaðan 15 stiga tap í þessu uppgjöri liðanna sem bæði voru taplaus fyrir leikinn.

Næsta verkefni er útileikur gegn Sviss og svo heimaleikur gegn Kýpur 14. september. Með góðum úrslitum í þessum leikjum er allt mögulegt fyrir síðasta leikinn gegn Belgíu.

Í okkar liði var Hlynur Bæringsson var með 18 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í sínum 100. landsleik fyrir Íslands hönd. Haukur Helgi Pálsson var með 18 stig og 4 fráköst. Ægir Þór Steinarsson var með 11 stig og þrjá stolna bolta.