7 sep. 2016
ÍR-ingurinn Hákon Örn Hjálmarsson var á dögunum valinn af NBA og FIBA til að taka þátt í árlegum körfuboltabúðum á þeirra vegum, Basketball Without Borders, þar sem bestu leikmönnum Evrópu er boðið til æfinga. Það er því mikill heiður fyrir Hákon Örn og KKÍ að hann skuli hafa verið valinn til að taka þátt að þessu sinni.
Hákon Örn átti gott mót með U16 liði drengja í Evrópukeppninni í fyrra og var hann valinn nú í kjölfarið á frammistöðu sinni á mótinu, en einnig var Hákon Örn í U18 ára liði Íslands í sumar sem tók þátt í Evrópukeppninni í sumar.
Búðirnar fara fram í Helsinki dagana 7.-10. september og eru mikil skemmtun og veglegar í alla staði fyrir þátttakendur. Farið verður í ýmis körfuboltafræði, æfingar og leiki og fleira til en þjálfarar eru bæði þjálfarar á vegum FIBA og NBA sem og leikmenn úr evrópu og NBA. Nike er styrktaraðili búðanna og sér öllum fyrir æfingabúnaði.
Hákon Örn deilir herbergi með hinum sænska Olle Lundqvist en þeir mættust fyrst árið 2013 í úrslitaleik í Gautaborgarmótinu, þá um 14 ára, og síðan hafa þeir félagar mæst í U15, U16 og U18 og einnig undanfarin 2 ár á Scaniacup, og fer vel á með þeim félögum, að sögn Hjálmars, föður Hákonar.
KKÍ óskar Hákoni góðs gengis og skemmtunar í búðunum.
Hákon Örn átti gott mót með U16 liði drengja í Evrópukeppninni í fyrra og var hann valinn nú í kjölfarið á frammistöðu sinni á mótinu, en einnig var Hákon Örn í U18 ára liði Íslands í sumar sem tók þátt í Evrópukeppninni í sumar.
Búðirnar fara fram í Helsinki dagana 7.-10. september og eru mikil skemmtun og veglegar í alla staði fyrir þátttakendur. Farið verður í ýmis körfuboltafræði, æfingar og leiki og fleira til en þjálfarar eru bæði þjálfarar á vegum FIBA og NBA sem og leikmenn úr evrópu og NBA. Nike er styrktaraðili búðanna og sér öllum fyrir æfingabúnaði.
Hákon Örn deilir herbergi með hinum sænska Olle Lundqvist en þeir mættust fyrst árið 2013 í úrslitaleik í Gautaborgarmótinu, þá um 14 ára, og síðan hafa þeir félagar mæst í U15, U16 og U18 og einnig undanfarin 2 ár á Scaniacup, og fer vel á með þeim félögum, að sögn Hjálmars, föður Hákonar.
KKÍ óskar Hákoni góðs gengis og skemmtunar í búðunum.