31 ágú. 2016Í dag er komið að stóru stundinni, undankeppnin fyrir EM, EuroBasket 2017, hefst hjá karla liðinu. Ísland er í riðli með Sviss, Kýpur og Belgíu og leikið er heima og að heiman, alls sex leikir.
Keppt er í sjö riðlum og fara efstu liðin beint á EuroBasket, síðan eru fjögur bestu 2. sætinn sem einnig gefa sæti á EM að ári liðnu.
Miðasala er á tix.is og einnig eru miðar seldir í anddyri á leikstað. KKÍ mælir eindregið með að allir mæti tímanlega (húsið opnar 18:15) til að forðast biðraðir á leikstað og til að tryggja sér miða.
ÁFRAM ÍSLAND!